Vinnustofa skyting.no

Þann 5.nóvember næstkomandi munum við halda vinnustofu með tvemur fulltrúum Skotsambandsins í Noregi um þróun skotíþróttafélaga.

Byrjað verður á kynningu á starfi Norska Skotsambandsins en svo verður farið í að greina hvar við stöndum í dag, hvert okkur langar að stefna með félögin okkar og hvernig við komumst á þann stað.

Þetta er fyrsta skrefið í okkar samstarfi við skotsambandið í Noregi og stefnum við á það að reyna að læra sem mest af þeim í nánustu framtíð um þjálfun og uppbyggingu skotíþróttafélaga og hvað við getum gert til þess að bæta okkar íþróttastarf.

Fulltrúar frá öllum félögum sem sjá hag í þessari vinnustofu eru hvattir til þess að mæta, og vonumst við til að sjá fulltrúa frá sem flestum félögum, þrátt fyrir að vinnustofan verði haldin innan rjúpnaveiðitímabils.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð:
https://forms.office.com/r/gJP1a6BFWu

Kveðja, Stjórnin