Æfingar hefjast aftur

Ákveðið hefur verið að hefja aftur skipulagðar æfingar félagsins frá og með mánudeginum 13. september.

Ungliðastarfið mun hefjast aftur í örlítið bættri mynd þann 14. september með fleiri æfingum í viku og skipt niður eftir aldri. Við verðum með opið hús þar sem hægt er að kynna sér starfið frekar og ræða við okkur þann 14. september næstkomandi og vonumst við til að sjá sem flesta þar. Húsið opnar þá klukkan 17 og munum við grilla pylsur eins og seinast.

Kveðja,
Stjórnin