Æfingar hefjast aftur.

Æfingar hefjast aftur á miðvikudaginn, en þá verða íþróttaæfingar aftur heimilar og samkoma allt að 50 manns. Grímuskylda verður í húsakynnum SFK, nema á skotlínu sé hægt að halda 2.m.fjarlægð milli skotmanna. Af því má dæma að ef ekki næst að halda 2.m.milli skotmanna, t.d.ef allar skotbanar nýttir, þá verða skotmenn að brúka grímur.Sóttvarnir eru verkefni okkar allra og því munum við biðja alla félagsmenn að passa með okkur, þrífa sameiginlega snertifleti og allt annað sem hjálpar í baráttunni við þennan vágest.Sjáumst hress á skotæfingum – frá og með 13.janúar!