Æfingaraðstaða í framkvæmdum

Þegar það varð skýrt að við myndum ekki getað opnað aðstöðuna okkar í Skálaheiði fyrr en þegar langt er liðið á haustið óskuðum við hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs eftir einhverju samkomulagi við Skotfélag Reykjavíkur um að leyfa okkar félagsmönnum að æfa þar á meðan framkvæmdirnar ganga yfir.

Skotfélag Reykjavíkur tók málið fyrir á stjórnarfundi og voru samhljóða um að leyfa félagsmönnum okkar að æfa á skipulögðum æfingartímum félagsins án greiðslu, og að flýta fyrir opnun félagsins til 19.september.

Opnunartíma þeirra má sjá hér

Erum við mjög þakklát Skotfélags Reykjavíkur og spennt fyrir því að getað farið að skjóta aftur!

Kveðja, Stjórnin