Innanfélagsmót í staðlaðri skammbyssu

Innanfélagsmót í staðlaðri skammbyssu, 30 skot, fór fram á mánudaginn. Þátttaka var frábær, 16 skotmenn og þar af 6 manns sem aldrei hafa tekið þátt í viðlíka skotmóti áður. Það var afar ánægjulegt, enda mikilvægt að fá nýliða til að prufa að taka þátt í mótum sem þessum. Niðurstöður mótsins voru:

 • 1. Ívar – 274 stig.
 • 2. Jón Þór – 267 stig.
 • 3. Friðrik – 263 stig.
 • 4. Sigurgeir – 254 stig.
 • 5. Þórir – 242 stig.
 • 6. Bjarki – 241 stig.
 • 7. Karl E. – 217 stig. (3 x-ur)
 • 8. Hannes – 217 stig
 • 9. Mörður – 217 stig.
 • 10. Hafsteinn – 192 stig.
 • 11. Atli – 182 stig.
 • 12. Þorgils – 147 stig.
 • 13. Hafdís – 137 stig.
 • 14. Þröstur – 109 stig.
 • 15. Pétur – 88 stig.
 • 16. Hafþór – 75 stig.