Íslandsmeistaramót í 50m liggjandi riffil

Í dag var haldið Íslandsmeistaramót í 50 Metra liggjandi riffil og féllu þar 2 Íslandsmet. Jón Þór Sigurðsson sló sitt eigið Íslandsmet með 627.5 stig og Óðinn Magnússon sló sitt eigið Íslandsmet með 547.2 stig.

Gaman er einnig að segja frá því að 4 keppendur kepptu í flokki Ungliða í dag.

Í fyrsta sæti opnum flokki karla var Jón Þór Sigurðsson með 627.5 stig, í öðru sæti opnum flokki karla var Valur Richter með 609.7 stig og í þriðja sæti í opnum flokki karla var Ívar Már Valsson með 607.8 stig.

Í fyrsta sæti opnum flokki kvenna var Jórunn Harðardóttir með 609.3 stig og í öðru sæti opnum flokki kvenna var Margrét Alfreðsdóttir með 560.8 stig.

Hægt er að nálgast skorblað á PDF formi hér.