Jón Þór Skotíþróttamaður ársins

Á dögunum voru útnefnd Skotíþrótta maður og kona ársins og hlaut hann Jón Þór Sigurðsson titilinn Skotíþróttamaður ársins 2023 ásamt Jórunni Harðardóttur sem var útnefnd Skotíþróttakona ársins.

Jón Þór Sigurðsson átti mjög góðan árangur á árinu sem leið en auk þess að vinna mörg mót í sínum greinum, Íslandsmeistaratitla og slá Íslandsmet stóð hann sig alveg prýðilega á alþjóðlegum og norðurlandamótum á árinu.

Skotíþróttafólk ársins tók við viðurkenningum á Hilton Nordica þann 4. janúar síðastliðinn samhliða vali á Íþróttamanni Ársins í boði sem ÍSÍ og Samtök Íþróttafréttamanna halda ár hvert.

Jón Þór varð Íslandsmeistari í Sport Skammbyssu og 50m Riffil Liggjandi, auk þess að vinna Silfurverðlaun á Reykjavíkurleikunum í Egilshöll í Loftskammbyssu.

Jón Þór náði Silfurverðlaunum á Evrópubikarkeppninni í Sviss en hann sló sitt eigið Íslandsmet í 300m Riffil með 596/34x stig.

Jón Þór Sigraði alþjóðlega ISCH mótið í 50m Liggjandi Riffil í Hannover með 626,4 stig.

Jón Þór endaði í 14. sæti á HM í Azerbaijan í 300m Liggjandi Riffil með 594/29x stig.

Jón Þór endaði í 11. sæti í Króatíu í Úrslitum Evrópumótaraðarinnar í 300m Liggjandi Riffil með 594/32x stig

Vel gert Jón Þór!