Keppendur á EM og HM

Seinustu daga hafa skyttur á vegum Skotíþróttafélags Kópavogs verið á Evrópu og Heimsmeistaramótum í sínum greinum, og er gaman að segja frá því að þeir stóðu sig þar með prýði.

Jón Þór Sigurðsson tók þátt í Evrópumeistaramótinu í 50m Prone í Wroclaw, Póllandi og skaut þar 620,3 (104,6-104,3-101,5-103,2-104,4-102,3) stig og endaði með því í 43. sæti aðeins 6,9 stigum frá sigurveigara mótsins.

Jón Ingi Kristjánsson tók þátt í Heimsmeistaramóti í BR50 og skaut þar 1452/70 stig og endaði því í 96. sæti í einstaklingskeppni, en hann ásamt liðsfélögum sínum í ISL-B liðinu enduðu í 18. sæti í liðakeppni á mótinu með 4460/240 stig. ISL-B Liðið skipuðu Kristján Arnarson (1490/87) Rósa Millan (1485/86) og Jóns Ingi Kristjánsson (1485/67)

Skorblöð mótana má sjá hér:
World Rimfire Championship
50m Prone

Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!