Landsmót í staðlaðri skammbyssu

Þann 21. mars fór fram landsmót í staðlaðri skammbyssu hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs. 18 keppendur voru skráðir til keppni, þar af 13 frá Skotkóp, sem telst afar gott.

Ívar Ragnarsson varð efstur með 558 stig, Jón Þór Sigurðsson annar með 539 stig en síðan Friðrik Goethe þriðji, með 521 stig.

Í liðakeppni varð A-sveit Skotkóp efst með 1618 stig. Sveitina skipuðu efstu menn – Ívar, Jón Þór og Friðrik. Í öðru sæti varð sveit SR með 1457 stig, en hana skipuðu þeir Karl Kristinsson, Jón Árni Þórisson og Kolbeinn Björgvinsson.Í þriðja sæti í liðakeppni varð síðan B-sveit Skotkóp með 1401 stig. Sveitina skipuðu þeir Þórir Ingvarsson, Sigurgeir Guðmundsson og Hannes H.Gilbert.

Takk fyrir frábært mót!