Mótaúrslit 50m Liggjandi

Um helgina var haldið mót í 50m liggjandi riffil, en úrslitin hljóðuðu svo:

Í Karla flokki hafði Jón Þór Sigurðsson frá SFK sigur úr býtum með 623,4 stig. Í öðru sæti var Guðmundur Valdimarsson frá SÍ með 610,3 stig, og í því þriðja var Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 608,4 stig.

Í Kvenna flokki hafði Jórunn Harðardóttir frá SR sigur úr býtum með 612,2 stig. Í öðru sæti var Guðrún Hafberg frá SÍ með 586,4 stig, og í því þriðja var Margrétg Alfreðsdóttir frá SÍ með 564,8 stig.

Í Drengja flokki var Óðinn Magnússon frá SKS eini keppandinn, en hann endaði í fyrsta sæti með 526,3 stig, en með því sló hann sitt eigið Íslandsmet (var 501,2).

Í Stúlkna flokki hafði Hera Christensen frá SR sigur úr Býtum með 557,3 stig en í öðru sæti var Karen Rós Valsdóttir frá SÍ með 442,5 stig.

Í liðakeppni karla bar karla lið SÍ sigur úr býtum með 1.813,5 stig, og karla lið SR annað sætið með 1.782,7 stig.

Í liðakeppni kvenna var bara eitt lið vegna forfalla, en kvenna lið SÍ endaði í fyrsta sæti með 1.593,7 stig

Úrslitin má nálgast hér á PDF