Opnun félagsins í janúar

Miðað við framvindu mála í þessum miklu framkvæmdum sem aðstaðan okkar gengur í gegnum um þessar mundir getur stjórnin og húsanefndin ekki séð fram á það að aðstaðan okkar geti opnað fyrr en eftir áramótin, og stefnum við því að formlegri opnun félagsins með opnu húsi félagsmanna og velunnara þann 5. janúar næstkomandi klukkan 18:00. Í beinu framhaldi af því tekur svo við félagafundur þar sem farið verður yfir framvindu framkvæmdanna og gólfið opnað fyrir spurningum félagsmanna.

Stjórn félagsins óskar einnig eftir því að allir sem sjá sér fært að mæta til þess að aðstoða stjórnina og húsanefndina við það sem við þurfum að gera til þess að getað hafið æfingar aftur einhver kvöld eða helgar fram að áramótum að gefa sig fram við okkur í stjórninni svo við getum stofnað einhvern vettvang til þess að auglýsa eftir aðstoð þegar skipulögð verða vinnukvöld, en þau verða nokkur fram að áramótum og er ekki nein skuldbinding til þess að mæta öll kvöldin þó svo þú endir á þessum lista.

Okkur er öllum farið að hlakka mikið til þess að hefja æfingar á ný í bættri aðstöðu og finnst það leiðinlegt að ná ekki að opna fyrr, en vonum við að það bæti upp fyrir það hvað aðstaðan okkar lítur vel út eftir framkvæmdirnar.

Kveðja, Stjórnin